Regnboginn

Regnboginn
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson)

Sjáðu alltof bjarta sumarnótt.
Sjáðu fólkið velta‘ um sveitt og sljótt.
Sjáðu fýsnina og fallhlerann.
Sjáðu Austurstræti andskotans.

Æ, keyrðu beina leið í botn – minn kæri bílstjóri,
en komdu við á BSÍ – það er í leiðinni.
Regnboginn er að sönnu horfinn mér
og morgunsárið svíður sárt – í spilltri Kvosinni.
Sjáðu klofnar tungur hræsninnar.
Sjáðu dauðadrukknar dræsurnar.
Sjáðu úrkynjaða dópsala.
Sjáðu höggin dynja, hamstola.

En samt, en samt ég sæki í…
En samt, ég sæki sollinn í…
Sjáðu bólgin augu byrgja sýn.
Tími til að skríða heim til sín.

[af plötunni Gummi Jóns – Japl]