Sjáðu til

Sjáðu til
Lag og texti Hörður Torfason

Ég hlýt að hafa sagt þér áður
sannleikann um mig
en hjúpur efasemdarinnar
vefur sig um þig.
Augu þín í undrun stara,
þú vilt ekki trúa mér,
ef ég yrði hundrað ára
missti ég tölu þinna tára,
gleymdi kvölum minna sára,
myndi ekki eftir þér.

En segðu fátt á meðan stormar
rugla huga þinn,
hyggðu betur hver þú ert
og hver er nágranninn.
Þú vilt lifa þínu lífi,
hann vil eiga sitt
ef þú yrðir hundrað ára
missirðu tölu minna tára,
gleymdir kvölum þinna sára,
manst ekki andlit mitt.

Að baki allra athafna
er ómæld reynsla þín,
hugarástand ætíð bundið
krafti er rís og dvín.
Við lifum til þess eins
að læra og miðla þekkingu,
þeir sem verða hundrað ára
missa tölu sinna tára,
gleyma kvölum sinna sára,
þeir lifa í blekkingu.

[af plötunni Hörður Torfason – Dægradvöl]