Fjórtán ára

Fjórtán ára [14 ára]
Lag og texti Hörður Torfason

Ég var 14 ára að rölta heim,
var í góðu skapi á brauðfótum tveim.
Þá kom mér til hugar að brjótast inn,
sanna í mér snillinginn.
Að mínu viti hann getur allt,
að lifa á eigum annarra er snjallt,
ég lét greipar sópa en tók þó fátt,
drukkinn hefur kjark en engan mátt.

Ef þú vilt leiða mann í sannleikann
þá skaltu ekki líta á hann sem glæpamann,
sýndu í verki hvað réttlátt er
því tvöfeldni fellur alltaf á sjálfri sér.

Ég var staðinn að verki og hlaut minn dóm,
nú veit ég best það voru orðin tóm
því ekki er til húsnæði að hýsa mig,
því mega yfirvöld eiga sig
en hvað væri að dúsa inni af og til,
planleggja næsta innbrotstímabil,
af nógu er að taka, ég lifi flott,
undrandi dómarinn segir; þú hefur það gott?!

En ef þú vilt leiða mann í sannleikann,
þá skaltu’ ekki líta á hann sem glæpamann,
sýndu í verki hvað réttlátt er
því tvöfeldni fellur alltaf á sjálfum þér.

Þú sem hvíslar og segir; sjáið hann
og bendir á mig sem glæpamann,
þú heldur mig ekki vita af þér
en þú ert spegilmynd af mér,
því ég sé til þín daglega
iðka þína glæpi faglega
og með því að tala illa um mig
afhjúparðu aðeins sjálfan þig.

[af plötunni Hörður Torfason – Dægradvöl]