Níu líf

Níu líf
(Lag / texti: Eyþór Arnalds)

Þótt stjörnur falli af himni
sé ég eftir því
tungli sem að sendir
geisla heim til mín.

Ég kveiki á
þegar mér leiðist,
skipti fljótt um stöð.
Sit í leiðslu og hækka
svo ég heyri í þér.

Gefðu mér líf.
Gefðu mér níu líf
Ég vil fá að prófa,
reyna og finna til.
x2

Horfa,
þótt ég þurfi að
deyja.
Ég vil alltaf
vaka.
Ég vil aldrei
sofa.
Ég vil bara
vaka.

En áfram kallar sterkt
á mig þetta gervitungl.
Sendir geisla inn í stofuna
og gefur mér.
Ný níu líf sem ég fæ
og ég fylgist með.
Ligg í leiðslu, reynir að hækka
svo ég heyri í þér.

Gefðu mér líf.
Gefðu mér níu líf
Ég vil fá að prófa,
reyna og finna til.
x2

Horfa,
þótt ég þurfi að
deyja.
Ég vil alltaf
vaka.
Ég vil aldrei
sofa.
Ég vil bara
vaka.

[m.a. á plötunni Todmobile – 2603]