Þyrnirós
(Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Andrea Gylfadóttir og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson)
Ég vakna upp – og ég sé
augu sem ætla að trylla mig.
Ég vakna upp – og ég sé
varir sem ætla að éta mig.
Ég vakna upp – finn fingurna hér,
hendurnar þær eru alls staðar.
Upp af Þyrnirósarsvefni,
ég vakna við lágværan smell,
vafin rauðrósóttu efni.
Reyni að rísa – riða og fell,
eitthvað er að.
Þyrnirós í þúsund ár.
Villtir draumar á laun.
Villtir draumar í raun.
Ég vöðlast upp og verð
að spinnandi tungli í himingeim.
Ég tekst á loft.
Ég vakna upp – og ég sé
augu sem ætla að trylla mig.
Ég vakna upp – og ég sé
varir sem ætla að éta mig.
Ég vakna upp – finn fingurna hér,
hendurnar þær eru alls staðar.
Í draumum þínum leik ég hlutverk svo stórt
að er þú vaknar með þinn harm
þá ligg ég við þinn barm.
Eins og lostafengin martröð
sem að tælir og tryllir í senn.
Eins og yfirhlaðin símstöð
sem að auglýsir „hér vantar menn“.
Draumurinn er
Þyrnirós í þúsund ár.
Villtir draumar á laun.
Villtir draumar í raun.
Ég vöðlast upp og verð
að spinnandi tungli í himingeim.
Ég tekst á loft.
Ég vakna upp – og ég sé
augu sem ætla að trylla mig.
Ég vakna upp – og ég sé
varir sem ætla að éta mig.
Ég vakna upp – finn fingurna hér,
hendurnar þær eru alls staðar.
Ég fylli ósk þína – já hver sem hún er
og draumóra – sem betur fer.
Þegar enginn sér.
[m.a. á plötunni Todmobile – 2603]