Allt í kringum

Allt í kringum
(Lag / texti: Eyþór Arnalds)

Allt í kringum finn ég frið.
Allt í kringum finn ég þig.
Allt í kringum göngum við.
Allt í kringum sett á svið.

Allt í einu allt er hljótt.
Allt í einu komin nótt.
Allt í einu allt í senn.
Allt í einu allir menn.

Koma til mín.
Koma inn til mín.
Spyrja spurninga og spá
í svörin sem þeir vilja fá.

Leita inni,
líta inn til mín
þegar ég er löngu farinn.
Ég er löngu farinn burtu.

Allt í kringum heyri hljóð.
Allt í kringum nær og nær.
Allt í kringum eins og flóð.
Allt í kringum eins og flóð.

Allt í einu sé ég hvað.
Allt í einu amar að.
Allt í einu eru þeir.
Allt í einu orðnir tveir.

Allt í einu allt er hljótt.
Allt í einu komin nótt.
Allt í einu allt í senn.
Allt í einu koma menn.

Ég veit að
þeir koma til mín.
Koma inn til mín,
spyrja spurninga og spá
í svörin sem þeir vilja fá.

Leita inni,
líta inn til mín
þegar ég er löngu farinn.
Ég er löngu farinn burtu.

Langt í burtu,
langt í burtu.
Gefðu mér tíma og gefðu mér frið,
þoli ekki síma og þoli ekki bið.

Leita inni,
líta inn til mín
þegar ég er löngu farinn.
Ég er löngu farinn burtu.

Allt í kringum finn ég frið.
Allt í kringum finn ég þig.
Allt í kringum göngum við.
Allt í kringum sett á svið.

Allt í einu allt er hljótt.
Allt í einu komin nótt.
Allt í einu.
Allt í einu.

[m.a. á plötunni Todmobile – 2603]