Meir en nóg

Meir en nóg
(Lag / texti: Guðmundur Jónsson)

Rólegur dagur, þá allt í einu bang.
Það er púki um öxl sem bankar á,
engar refjar og viðnámið er burt.
Fötin úr hreinsun og hrímaður við hönd,
enn og aftur er Brútus með í för,
daufur bílstjórinn hváir við mér: – hvurt?

Helgi eftir helgi, ég heiti því að horfa á sjónvarpið.
Reyni mitt besta en lymskuröddin gefur engin grið.
Því að kannski mun ég hitta hina einu réttu í kvöld.

En ég veit að ég hef fengið meir en nóg,
Já ég veit að ég hef fengið meir en nóg – meir en nóg.

Galvaniseraður geng ég um
á jarðsprengjubelti við Laugarveginn,
óminnishegrinn brátt tekur af mér völd.
Set mig í karakter, Kári litli
og Lappi eru mættir og konuilminn
elti af stað, því að dyngjan bíður köld.

Sóló

Helgi eftir helgi, ég heiti því að horfa á sjónvarpið.
Reyni mitt besta en lymskuröddin gefur engin grið.
Því að kannski mun ég hitta hina einu réttu í kvöld.

Grasið er grænna á næsta bar – ég kafa í augun þín.
Með vindinn í bakið er einnarnæturengill byrgir sýn.
Þó mér líði vel í eigin skinni, ég mátið ekki stenst.

En ég veit að ég hef fengið meir en nóg,
Já ég veit að ég hef fengið meir en nóg.
Já ég veit að ég hef fengið meir en nóg.
Já ég veit að ég hef fengið meir en nóg – meir en nóg.
 
[af plötunni Gummi Jóns – Japl]