Tifandi sál

Tifandi sál
(Lag / texti Guðmundur Jónsson)

Síðasti naglinn löngu rekinn er
í þetta kistulok sem betur fer.
Ég hef vagninn dregið nógu langt
því ferðalagið var orðið strangt.
Ég sker því glaður naflastrenginn á.

Tifandi sál og það munar um
að standa aleinn á barminum
og djúpa laugin brosir blítt við mér.
Ég feta línuna, ekkert net
og ég mun reyna allt hvað ég get
því fyrir dögun dimman dimmust er.

Eitruð orð og dauðans augnaráð.
Þið þurfið ekki að þola mig í bráð.
Mælirinn fullur – töluð orð
og ég hef málaið mig út í horn.
Í morgundaginn set ég mín fingraför.

Í auga fellibylsins ber – svo margt
mér fyrir sjónir, er rykið fer.
Ég bið – að tíminn lækni þessi opnu sár.
Ég bið – að keðjan  haldi þótt reyni á.

[af plötunni Gummi Jóns – Japl]