Þorrakórinn (1962-)

Þorrakórinn

Þorrakórinn er ekki þekktasti kór landsins en hann hefur starfað í áratugi í Dalasýslu.

Kórinn, sem er blandaður kór, var stofnaður á þorranum 1962 í því skyni að syngja á þorrablóti í félagsheimilinu Staðarfelli á Fellsströnd. Það mun hafa verið Halldór Þ. Þórðarson sem hafði frumkvæðið að stofnun kórsins og stjórnaði honum í upphafi og gerir það reyndar ennþá en kórinn er enn starfandi. Framan af starfaði kórinn líklega eingöngu í kringum þorrablótin en síðar meir varð hann heilsárs kór sem syngur þó ennþá á blótunum. Ekki liggur fyrir hversu margir meðlimir skipuðu kórinn áður en í dag fylla hann tveir til þrír tugir kórmeðlima.

Þorrakórinn átti tvö á plötunni Vor í Dölum sem kom út haustið 1983.