Þingeyingakórinn [1] (1942-70)

Þingeyingakórinn hinn fyrri, var blandaður kór starfandi innan Þingeyingafélagsins í Reykjavík. Kórinn starfaði a.m.k. á árunum 1942-70 en hugsanlega hefur það verið með einhverjum hléum.

Ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um þennan kór, vitað er að Ragnar H. Ragnars stýrði honum á fyrstu árunum, 1942-45 og þá voru um fimmtíu manns í kórnum, aðrir nafngreindir stjórnendur eru Ásbjörn Stefánsson, Gunnar Sigurgeirsson, Páll H. Jónsson og Sigríður Schiöth en hún var við stjórnvölinn 1969 og 70. Það voru líkast til síðustu starfsár kórsins.

Allar frekari upplýsingar um Þingeyingakórinn hinn fyrri eru vel þegnar.