Glatkistan óskar eftir upplýsingum um blúshljómsveit sem starfaði árið 2003 og lék þá á tónleikum á vegum Menningarnætur í Reykjavík.
Heimild hermir að stór hluti sveitarinnar hafi komið úr Danna og Dixieland-dvergunum sem þá starfaði um svipað leyti og var skipuð fremur ungum tónlistarmönnum en hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, nöfn þeirra og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað.