Svalbarði [3] (2008)

Hljómsveitin Svalbarði var starfrækt utan um samnefndan sjónvarpsþátt sem sendur var út á fyrri hluta árs 2008, frá því snemma um vorið og fram á sumarið – líklega var þar um að ræða tíu þátta röð.

Sjónvarpsþátturinn Svalbarði var spjallþáttur í anda bandarískra þátta Jay Leno o.fl. en hann var í umsjá Þorsteins Guðmundssonar grínista. Meðlimir hljómsveitarinnar voru þau Ágústa Eva Erlendsdóttir söngkona (sem var sérlegur aðstoðarmaður Þorsteins í þáttunum), Helgi Svavar Helgason trommuleikari, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleikari og Sigurður Halldór Guðmundsson hljómborðsleikari.