Svalbarði [4] (2008)

Svalbarði

Svalbarði var nafn á djasshljómsveit sem var skammlíf, starfandi árið 2008 og kom líkast til fram opinberlega aðeins fáeinum sinnum. Um var að ræða sjö manna sveit og voru meðlimir hennar allt kunnir tónlistarmenn, þeir Róbert Þórhallsson bassaleikari sem var líklega titlaður hljómsveitarstjóri, Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Vignir Þór Stefánsson hljómborðsleikari, Ólafur Hólm trommuleikari, Steinar Sigurðarson saxófónleikari, Haukur Gröndal saxófónleikari og Snorri Sigurðarson trompetleikari.