Hljómsveit sem gekk undir nafninu Súper 7 (Super 7) starfaði á höfuðborgarsvæðinu veturinn 1996-97 og lék í nokkur skipti á Gauki á Stöng, jafnvel víðar.
Sveitin var sprottin upp úr fönksveitinni Sælgætisgerðinni en þaðan komu þrír meðlimir hennar, enda mun hún hafa verið skilgreind sem diskó-, funk-, acid- og rappsveit og þess vegna brugðið fyrir sig djassi.
Meðlimir sveitarinnar voru þeir Pétur Örn Guðmundsson söngvari, Karl Olgeirsson hljómborðsleikari, Ingi Skúlason bassaleikari, Ólafur Hólm trommuleikari og blásararnir þrír úr Sælgætisgerðinni þeir Samúel Jón Samúelsson og bræðurnir Snorri trompetleikari og Steinar saxófónleikari Sigurðarsynir.