Ómar Valdimarsson (1950-)

Ómar Valdimarsson

Mannfræðingurinn (Valdimar) Ómar Valdimarsson var þjóðþekktur og áberandi í íslensku tónlistarlífi um og upp úr 1970.

Ómar (f. 1950) vakti fyrst athygli sem söngvari og ásláttarleikari þjóðlagasveitarinnar Nútímabarna 1968, litlu síðar var hann í forsvari fyrir Vikivaka sem var áhugaklúbbur um þjóðlagatónlist, og annaðist einnig tónleikahald og kynningar af ýmsu tagi tengt tónlist. Sjálfur gaf Ómar út tveggja laga plötu árið 1972 undir dulnefninu Umbi Roy.

Ómar var einn af þeim sem önnuðust umboðsmennsku fyrir hljómsveitir og starfaði hann m.a. fyrir Pops, Ríó tríó og Pelican. Þá ritaði hann um popptónlist í dagblöð og tímarit, og starfaði reyndar sem blaðamaður í mörg ár og einnig í sjónvarpi um tíma. Þess má geta að hann ritaði bókina Saga Hljóma sem kom út 1969 og seldist þá í um tuttugu þúsund eintökum en bókin var fyrst sinnar tegundar hér á landi.

Hann sneri að mestu baki við tónlistina um miðjan áttunda áratuginn og sneri sér að öðrum störfum.

Sjá einnig Nútímabörn

Sjá einnig Umbi Roy