Ómar Ragnarsson og fleiri komnir í gagnagrunn Glatkistunnar

Enn bætist í gagnagrunn Glatkistunnar en í hverjum mánuði bætast við upplýsingar um 30-50 hljómsveitir, kóra, tónlistarfólk og annað sem tengist íslenskri tónlistarsögu.

Meðal þekkts tónlistarfólks sem bæst hefur í gagnagrunninn undanfarnar vikur má nefna kamelljónið Ómar Ragnarsson, Ólaf Gauk Þórhallsson, Þuríði Pálsdóttur, Þuríði Sigurðardóttur og Óðin Valdimarsson (sem er auðvitað þekktastur fyrir lagið Er völlur grær (Ég er kominn heim)), hljómsveitir eins og Óðmenn, Þrjú á palli, Þrumuvagninn og Þú og ég, auk auðvitað ógrynni annarra flytjenda tónlistar.

Glatkistan þakkar fyrir góðar viðtökur og sem fyrr eru lesendur hvattir til að senda ábendingar, viðbætur og leiðréttingar um efnið svo upplýsingar í gagnagrunninum séu sem réttastar, ekki er verra ef myndefni fylgir með.