Pétur Kristjánsson og fleiri komnir í gagnagrunn Glatkistunnar

Pétur Kristjánsson2

Pétur Kristjánsson

Enn bætist í gagnagrunn Glatkistunnar en um þrjátíu og fimm flytjendur tónlistar bættust í hann í maímánuði.

Sem fyrr er þar bæði um að ræða einstaklinga og hljómsveitir auk kóra og annarra flytjenda en meðal þekktra nafna má nefna Pétur Kristjánsson söngvara, Pál Ísólfsson tónskáld, Pál Kr. Pálsson orgelleikara, Pétur Á. Jónsson óperusöngvara og Pál Pampichler Pálsson tónlistarfrömuð, einnig má nefna misþekktar hljómsveitir eins og Pax vobis, Pestina og Personu.

Áfram verður unnið í stafnum P og meðal þeirra sem væntanlegir eru í gagnagrunninn eru Pís of keik, Pjetur og úlfarnir og Pláhnetan, svo fáein dæmi séu hér nefnd.

Sem fyrr eru lesendur hvattir til að senda glatkistunni ábendingar, viðbætur og leiðréttingar.