Júdas og fleiri sveitir í gagnagrunn Glatkistunnar

Júdas 1975

Júdas

Á fjórða tug hljómsveita og annarra tónlistartengdra flytjenda bættist í gagnagrunn Glatkistunnar í mars mánuði og nálgast nú fjöldi þeirra fimmtán hundruð. Enn er bætt við bókstafinn J í gagnagrunninn og þeirra á meðal má nefna stærri nöfn eins og Jón Pál Bjarnason gítarleikara og Júlíus Agnarsson, hljómsveitirnar Júdas og Jójó frá Skagaströnd en sú síðarnefnda sigraði Músíktilraunir 1988, síðust gleðisveita. Meðal minni spámanna sem eru nú komnir í gagnagrunninn má nefna Jónsbörn, Jónatan Livingstone kría, Jón Hrólfsson og Junior kvintett svo fáein dæmi séu nefnd.

Enn á eftir að bæta við fáeinum nöfnum í J-ið áður en bókstafurinn P tekið við. Þá má búast við nöfn eins og Pax Vobis, Pandemonium, Paradís o.fl. birtist í gagnagrunninum.