Viðbætur í gagnagrunn Glatkistunnar

Rannveig og Krummi1

Rannveig og Krummi eru meðal þeirra sem komin eru í gagnagrunninn

Nokkru af nýju efni hefur nú verið bætt inn í gagnagrunn Glatkistunnar í kvöld. Það er einkum að finna í Ö, R og Y en einnig hefur bókstafurinn Ý loksins fengið efni sem vert er að skoða. Alls er um að ræða um það bil fimmtíu nýja flytjendur (og annað) sem birtist að þessu sinni. Meðal þekktra hljómsveita og tónlistarmanna sem nú hafa bæst í hópinn má nefna Randver, Yukatan, Reggae on ice, Ýr og Örvar Kristjánsson.

Og ennn er minnt á að allar ábendingar, leiðréttingar, viðbótarupplýsingar og myndir í gagnagrunninn eru vel þegnar og má senda þær í gegnum Facebook-síðu Glatkistunnar eða á netfangið glatkistan@glatkistan.com. Fjölmarkar leiðréttingar og viðbætur hafa komið frá lesendum. Fréttatilkynningar og viðburðaauglýsingar sendist á vidburdir@glatkistan.com