Nýtt efni í gagnagrunn Glatkistunnar

Roof tops2

Roof tops

Heilmikið efni var rétt í þessu að bætast inn í gagnagrunn Glatkistunnar. Aðallega er um að ræða hljómsveitir og flytjendur í bókstafnum „R“ – meðal annarra eru stærri nöfn á borð við Roof tops, Róbert Arnfinnsson, Rúnar Georgsson og Rúnar Gunnarsson en einnig óþekktari sveitir eins og Rúbín kvartett, Rómó og Geiri (með Geirmund Valtýsson innanborðs), Rythmar og Róbert bangsi í 75 ár. Alls eru þetta um fjörutíu flytjendur.

Eins og áður eru lesendur hvattir til að bæta við upplýsingum, leiðrétta og jafnvel senda inn myndir varðandi efnið, öðruvísi er ekki hægt að tala um gagnvirka vefsíðu. Til þessa eru slíkar ábendingar orðnar hátt í eitt hundrað.