Óp (1999)

Hljómsveitin Óp var starfrækt árið 1999 og keppti það haust í Rokkstokk hljómsveitakeppninni sem haldin var í Keflavík.

Litlar upplýsingar er að finna um Óp, aðrar en að hún var úr Reykjavík og að tveir meðlima hennar voru Arnar Hreiðarsson bassaleikari og Þráinn Óskarsson hljómborðsleikari (Kimono, Hudson Wayne o.fl.), þeir tveir unnu til viðurkenninga sem besti bassaleikarinn og hljómborðsleikarinn í Rokkstokk keppninni. Upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar óskast því hér með.

Óp komst í úrslit Rokkstokk og átti í kjölfarið tvö lög á safnplötunni Rokkstokk 1999 sem gefin var út í tilefni keppninnar.

Sveitin virðist ekki hafa verið langlíf.