Óp Lárusar (1988)

Óp Lárusar

Eyjasveitin Óp Lárusar starfaði í Vestmannaeyjum 1988 og lék m.a. á Þjóðhátíð það sumar. Meðlimir sveitarinnar voru Þorsteinn Ingi Þorsteinsson söngvari, Pétur Erlendson gítarleikari, Helgi Tórshamar gítarleikari, Jón Kr. Snorrason bassaleikari og Óskar Sigurðsson trommuleikari. Víðir Þráinsson hljómborðs- og saxófónleikari bættist líklega í hópinn og svo virðist sem Róbert Marshall (síðar fjölmiðla- og alþingismaður) hafi sungið með sveitinni einnig um tíma.

Sagan segir að sveitin hafi fengið nafn sitt af því að hún æfði í húsnæði þar sem maður að nafni Lárus bjó, sá hafi ekki verið alls kostar sáttur við hávaðann í hljómsveitinni og því oft kallað til þeirra að lækka í sér.

Óp Lárusar var að öllum líkindum fremur skammlíf sveit, hvort sem fyrrgreindum Lárusi var um að kenna eður ei.