Ónýta gallerýið (1984)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Ónýta gallerýið sem gaf út snælduna Auðvirðilegur koss frá bjánanum rósrauða. Þó liggur fyrir að Sigurjón Kjartansson, þá ungur Ísfirðingur, var í Ónýta gallerýinu – spurningin er hins vegar hvort um eins manns sveit var að ræða eða hvort fleiri komu við sögu hennar. Tónlist sveitarinnar var eins konar nýbylgjutónlist.

Snældan Auðvirðilegur koss frá bjánanum rósrauða kom út 1984 á vegum útgáfufyrirtækis Sigurjóns, Ísafjörður über alles.

Allar frekari upplýsingar um sveitina óskast sendar Glatkistunni.

Efni á plötum

Auglýsingar