
Ósíris / Amon Ra 1976
Hljómsveitin Ósíris frá Norðfirði var í raun hljómsveitin Amon Ra sem þar starfaði um áratugar skeið á áttunda áratug síðustu aldar, en gekk undir Ósíris nafninu veturinn 1975-76.
Meðlimir þessarar útgáfu Amon Ra voru Smári Geirsson söngvari, Jón Skuggi Steinþórsson bassaleikari, Guðjón Steingrímsson gítarleikari, Ágúst Ármann Þorláksson hljómborðsleikari og Pjetur S. Hallgrímsson trommuleikari.
Þeir félagar skiptu aftur yfir í Amon Ra nafnið um vorið 1976.
Sjá einnig Amon Ra