Ómar [2] (1964-68)

Ómar (1967)

Hljómsveitin Ómar frá Reyðarfirði var dæmigerð hljómsveit á landsbyggðinni sem sinnti sinni heimabyggð og nágrannabyggðalögum með sóma, lék á dansleikjum fyrir alla aldurshópa og var skipuð meðlimum á ýmsum aldri.

Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær Ómar var stofnuð, sumar heimildir segja hana stofnaða 1964 en saga hennar gæti náð allt aftur til ársins 1962 eða jafnvel fyrr. Fjölmargir fóru í gegnum þessa sveit og störfuðu með henni um skamman tíma, sumir þeirra urðu þekktir síðar með öðrum sveitum.

Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu sveitina fyrir 1965 en sumarið 1965 var Sveinn Guðjónsson trymbill í henni. Ári síðar var voru meðlimir hennar hennar Sigurður Ármannsson gítarleikari, Ellert Borgar Þorvaldsson söngvari og bassaleikari, Þórir Steingrímsson trommuleikari og Páll Jensson gítarleikari. Sá síðast nefndi hætti sumarið 1966 og voru þeir líklega tríó í kjölfarið. Á þeim tíma var sveitin stundum nefnd Ómar og Ellert.

Árið 1967 voru í Ómum Sigurður gítarleikari, Ari Jónsson söngvari og trommuleikari og Erlingur Garðarsson sem þá að öllum líkindum hefur leikið á bassa. Fleiri hafa verið nefndir til sögunnar sem meðlimir Óma en engar heimildir er að finna um hvenær þeir voru í sveitinni, þeirra á meðal eru Haukur Þorvaldsson (bróðir Ellerts Borgars), Arnþór Jónsson (Addi rokk), Birgir Einarsson, Erlendur Svavarsson og Ágúst Ármann Þorláksson.

Ómar hættu störfum 1968.