Óli blaðasali (1990-92)

Óli blaðasali

Hljómsveitin Óli blaðasali (einnig nefnd Tríó Óla blaðasala / Hljómsveit Óla blaðasala) gerði út á pöbbaspilamennsku og starfaði um tveggja ára skeið í upphafi tíunda áratugarins, sveitin lék mestmegnis á Nillabar í Hafnarfirði.

Meðlimir Óla blaðasala voru Guðmundur Rúnar Lúðvíksson söngvari og gítarleikari, Steingrímur Guðmundsson trommuleikari og Páll Pálsson bassaleikari.

Sveitin sendi frá sér þrettán laga snældu, Í fréttum er þetta helst…, 1990 undir nafni Guðmundar Rúnars og Óla blaðasala en litlar upplýsingar er að hafa um þá snældu enda fáséð eða ófáanleg með öllu. Hugsast gæti að Björn R. Einarsson básúnuleikari, Eyþór Arnalds sellóleikari og Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) fiðluleikari hafi komið við sögu á henni, jafnvel fleiri gestaspilarar. Allar frekari upplýsingar óskast um þessa snældu.

Efni á plötum