Ólétt ´93 [tónlistarviðburður] (1993)

Frá opnunarhátíð Óléttrar ’93

Ólétt ´93 var nafn á óháðri listahátíð sem haldin var í Reykjavík sumarið 1993. Þar kenndi ýmissa grasa og var tónlist gert hátt undir höfði í bland við aðra listviðburði en ótal tónlistaruppákomur voru haldnir á þeim átján dögum er hátíðin stóð í júní mánuði.

Tónlistarviðburðir með „æðri“ tónlist og aðrir viðburðir þar sem „lágmenningin“ fékk að njóta sín voru daglegt brauð og hæst risu líklega rokktónleikar sem haldnir voru í Faxaskála við Reykjavíkurhöfn, á þeim slóðum er síðar reis tónlistarhúsið Harpa. Þar léku sveitir eins og Synir Raspútíns, Bölmóður, Fallega gulrótin og Inferno 5 en um áttatíu hljómsveitir til viðbótar komu við sögu þar.