Óttablandin virðing (1991)

Óttablandin virðing

Óttablandin virðing var skammlíf hljómsveit starfandi sumarið 1991 en þrír meðlimir hennar höfðu verið viðloðandi uppfærslu Menntaskólans við Hamrahlíð á söngleiknum Rocky horror picture show veturinn á undan.

Þremenningarnir voru Kristján Eldjárn gítarleikari, Guðjón Bergmanna söngvari og Guðmundur Stefánsson trommuleikari en auk þeirra voru Hjörtur Howser hljómborðsleikari og Bergur Heiðar Birgisson bassaleikari í Óttablandinni virðingu.