Heima á jólum

Heima á jólum
(Lag / texti: erlent lag / Birgir Svan Símonarson)

Sumir eru fjarri sínu fólki
er nálgast jól,
aðrir líkt og eigra um
og eiga ekkert skjól.
Göturnar flitra í fjölskrúði lita,
flestir með fangið af gjöfum fullt.
Jólin að koma,
hátíðin vona
er að renna upp.

Jólin koma til okkar allra,
helgistundin er nær,
undir fannahvítu fjalli
svo friðsæll kúrir bær,
hundur sendist af stað yfir bæjarins hlað,
skýtur kisi upp kryppu á burst,
kominn heim til að halda
hér heilög friðarjól.

Ég hef slitið skóm
í París, London og í Róm,
allra best mér uni þó
á bæ í dalaþröng.
Jörð minna feðra leiksoppur veðra,
landið sem Guð oss öllum gaf,
börnin þau ljóma,
heilaga dóma
hengja á jólatré.

Jólin koma til okkar allra,
helgistundin er nær
yfir fannahvítu fjalli
nú blikar stjarna skær.
Fuglar fljúga um hjarn
og ég stari eins og barn
á þau undur er Guð oss gaf,
kominn heim til að halda
hér heilög friðarjól.

Slitið hefi ég skóm
bæði í New York og Róm,
hattinn víða hengt upp á krók
en hingað heim er ég kominn
að halda heilög jól.
Já hingað heim er ég kominn
að halda heilög jól.

[af plötunni Elly Vilhjálms – Jólafrí]