Ljósanna hátíð

Ljósanna hátíð
(Lag / texti: Vilhjálmur Guðjónsson / Jóhanna G. Erlingsson)

Atburð ég sé fyrir innri augum mínum
undrandi ég horfi gegnum tímans myrku tjöld,
skynja ég bjarma yfir Betlehemsvöllum
er sem bliki himinsólir þar í þúsundafjöld.

Bjarmi sá fellur á barn eitt í jötu.
Borinn er hann sem er besti bróðir minn.
Móðirin unga hann örmum sínum vefur,
örmum vefur soninn sem er frelsari þinn.

Liggur á stráum í lágreistu hreysi
lávarður heimsins – eins og forðum var spáð
þýtur í lofti af lofsöngvum engla
lofa og þakka fyrir Drottins miklu náð.

Ljósanna hátíð er helguð öllum börnum
heitum að gæta og vernda þeirra hag.
Barnið sem fæddist á Betlehemsvöllum
býr í sálum barna sem því fagna í dag.
Býr í sálum barna sem því fagna í dag.

[af plötunni Elly Vilhjálms – Jólafrí]