Jól [2]

Jól [2]
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Jól – Nú hljómar aftur þessi sama saga.
Jól – Í svörtu myrkri vaknar dýrust rós.
Jól – Oss barn er fætt. Og Betlehems á völlum
Jól – þar birtist smalamönnum fagurt ljós.

Jól – Og við þau gömlu verðum börn að nýju
Jól – og viljum bæinn skreyta hátt og lágt.
Jól – Við segjum, og það skiptir miklu máli
Jól – að megi enginn núna eiga bágt.

En ennþá blæða sár og falla tár.
Og enn er þyrnikróna sár á höfuð neydd.
Og ennþá geysa stríð, ár og síð.
Og enn er hnútasvipa böðulshendi reidd.

Jól – Við færum hvort öðru góðar gjafir.
Jól – Nú gilda ekki lengur kerti og spil.
Jól – En jólin eru bara ein á ári.
Jól – Svo öllu verður nú að kosta til.

[af plötunni Björgvin Halldórsson og gestir – Allir fá þá eitthvað fallegt…]