Kæri Jóli

Kæri Jóli
(Lag / texti: höfundur óþekktur / Jónas Friðrik Guðnason)

Gleymdu ekki vinur að gægjast hjá mér
á gluggann. Þú veist að ég bíð eftir þér.
Já mundu það.
Farðu ekki hjá kæri Jóli.
Ég bíð og vona.

Hetjur og töffarar hrífa ei mig.
Nú hugsa ég bara um svein eins og þig.
Mundu það.
Farðu ekki hjá kæri Jóli.
Í kvöld ég vaki.

Ég sver að ég hef verið voða stillt,
og harla litið neitt á annan pilt.
Ég veit þú færir mér nú góða gjöf frá þér.

Ég sver að ég hef ekki sagt neitt ljótt.
Og sofið alein heima hverja nótt.
Ég veit að þú færir mér nú góða gjöf frá þér.

[af plötunni Björgvin Halldórsson og gestir – Allir fá þá eitthvað fallegt…]