Snjórinn fellur

Snjórinn fellur
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Snjórinn fellur. Sveipar blæju um borg og sveit.
Hylur margt það sem miður fer.
Mildar flest sem að augum ber.

Snjórinn fellur yfir jörðina hægt og hljótt.
Og það er líkt og ysinn lægi.
Líkt og erillinn strauminn lægi.

Snjórinn fellur, og allt er nú með öðrum blæ.
Öll náttúran í nótt fær að sofna undir snæ.
Snjórinn fellur. Allt glitrar af töfrum og tindrar.
Og af trjánum í garðinum sindrar.
Og allt er nú orðið svo hreint.

Svo dreymir mig þá
væri allt orðið svo bjart.
Væri allt óspillt og hreint eins og snjór.
Þá ættu fleiri heim um ból.
Góð og gleðileg jól.
Ein er gjöf sem okkur skyldugt er að leita.
Að okkur tækist loksins stríði að breyta.
Breyta í frið í jól.

[af plötunni Björgvin Halldórsson og gestir – Allir fá þá eitthvað fallegt…]