Verði ég bara heima um jólin

Verði ég bara heima um jólin
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Rétt eins og fleiri í önnum ég er.
Endalaust stúss að höndum ber.
Mér virðist oft að ég vinni‘ á við tvo.
Það gengur svo.

Dagurinn alls ekki endist hjá mér.
Ógert er fleira en klárað er.
Virðist ei nóg að ég vinni‘ á við tvo.
Það gengur svo.

Fólk er að rexa og rella í mér
og rífast. Mér er þó alveg sama.

Stritið má jafnvel verra nú vera,
verði ég bara heima um jólin.
Glaður skal ég allt baslið hér bera,
bara‘ ef kemst ég loks heim um jólin.
Geri allt sem ég þarf hér að gera,
geti ég verið heima um jólin.
Allra manna ég vinur skal vera,
verði ég bara heima um jólin.

Dagurinn kemur og dagurinn fer.
Dagurinn hreint ekki endist mér.
Vinnst ekki nóg þó ég vinni‘ á við tvo.
Það gengur svo.

Þrátt fyrir allt ekki örvænti neitt.
Allt mun lagast því jólin koma.

[af plötunni Björgvin Halldórsson og gestir – Allir fá þá eitthvað fallegt…]