Gamli jólasveinn

Gamli jólasveinn
(Lag / texti: höfundur óþekktur / Jónas Friðrik Guðnason)

Hún laumast stundum inn og klappar létt á kinn.
Og kyssir þig og segir, gamli jólasveinninn minn.
Með augu full af hlátri og af hrekkjum og af ást.
Já, satt er það, þú átt hér inni
eitt leyndarmál með dóttur þinni.
Bak við allt, þar sem aldrei sér neinn
er jólasveinn.

Og hún kemur til þín full með kæti og grín
og hún kyssir gamla jólasveininn.
Og skröggurinn sá ekki skammast sín þá.
Býsna kotroskinn er þessi karl yfir sér.
Bara kátur og montinn með titilinn er.

Þú læddist inn eitt kvöld til að láta skóinn í.
Þá lést hún bara sofa og þá tókstu‘ ekki eftir því.
Og síðan veit hún allt um það hver jólasveinninn er.
Já satt er það, þú átt hér inni
eitt leyndarmál með dóttur þinni.
Bak við allt, þar sem aldrei sér neinn
er jólasveinn.

Og hún kemur til þín full með kæti og grín
og hún kyssir gamla jólasveininn.
Og skröggurinn sá ekki skammast sín þá.
Býsna kotroskinn er þessi karl yfir sér.
Bara kátur út af titlinum er.

Ekkert starf þú annað gætir hugsað þér nú,
því enginn er eins sæll og þú
jólasveinninn.
Og skröggurinn sá ekki skammast sín þá.
Býsna kotroskinn er þessi karl yfir sér.
Bara kátur og montinn með titilinn er.

[af plötunni Björgvin Halldórsson og gestir – Allir fá þá eitthvað fallegt…]