Alltaf um jól

Alltaf um jól
(Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertsson)

Í gluggum loga jólaljós
í borg og hverjum bæ,
en þó að dimmt sé úti þá er
allt með björtum blæ.
Á meðan ösla jólasveinar
um í mjúkum snæ.
Þannig er það víst alltaf um jól,
alltaf um jól.
Já, þannig er það alltaf um jól.

En innanhúss er fólkið fínt;
allt flott og skjannabjart.
Þær Soffía og Vala
eru sannarlega smart.
Í stofunni menn spila‘ á spil
og spjallað er um margt.
Þannig er það víst alltaf um jól,
alltaf um jól.
Já, þannig er það alltaf um jól.

Á jólunum er allt svo gott
og flestir gjafir fá.
Það er svo skrítið hvernig allt er
öðruvísi þá.
En svona‘ er það því afmælisdag
jólabarnið á.
Þannig er það víst alltaf um jól,
alltaf um jól.
Já, þannig er það alltaf um jól.

[af plötunni Gleðileg jól – ýmsir]