Fögnum

Fögnum
(Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertsson)

Við jólunum fögnuð
í gömlum helgisögnum
er greint frá því er þennan heim kom Kristur í
í fátækt og myrkri,
en með hugsun styrkri.
Hann gaf okkur grundvöllinn.
Og trú sem flytur fjöllin
er Guði aukinn máttur.
Við treystum því.

Við fögnum af hjarta.
Friðarhátíð bjarta
við fáum í skammdeginu enn á ný.
Með árinu næsta
von við eigum glæsta
um betri‘ og verri tíma.
Og þessi vonarskíma
er Guði aukinn máttur.
Við treystum því.

Við fögnum af hlýju
saklausu‘ ári nýju
sem heiminum gefur tækifæri ný,
því hver morgundagur
er í fyrstu fagur.
Stundum því betri breytni,
því okkar best viðleitni
er Guði aukinn máttur.
Við treystum því.

[af plötunni Gleðileg jól – ýmsir]