Friður á jörð

Friður á jörð
(Lag / texti: erlent lag / Þorsteinn Eggertson)

Friður á jörð því frelsarinn
er fæddur enn á ný.
Því gleðst með Guði þjóð
og syngur gleðiljós
og heimur fagnar því.
Alheimur fagnar því.
Á himni og jörð er hátíð ný.

Friður á jörð því fyrirheit
við fáum enn á ný
um bætta’ og betri tíð.
Og björtum vonum í
nú heimur fagnar því.
Alheimur fagnar því.
Á himni og jörð er hátíð ný.

Friður á jörð og farsælt ár
við fáum enn á ný
ef gleðst með Guði þjóð
og syngur gleðiljóð
og heimur fagnar því.
Já, heimur fagnar því.
Á himni og jörð er hátíð ný.

[m.a. á plötunni Gleðileg jól – ýmsir]