Um jólin

Um jólin
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Enn ég finn í augum þínum
elda þá sem best mér lýsa,
eins og þótt árin líði hér.
Ennþá veit í örmum þínum
unaðsstundir ljúfar bíða.
Enn ég fæ að unna þér.

Lífið allt í ótal myndum
okkur gefið var,
ljúfum víst, en líka sárum,
lifa enn þær minningar.
Angar samt af ungum draumi
enn hver dagur, og gleði.
Ennþá hafa óskir okkar
allar ræst á ný – um jólin

Fyrst ég er ennþá vinur þinn.
Fyrst þú ert ennþá heimur minn.
Við þurfum ekkert annað.
Enga betri gjöf við gætum eignast hér á jörð.

Enn ég sé í augum þér
elda þá er heitast brenna.
Eins þótt árin líði hjá.
Ennþá bjóða ungir dagar
okkur með í gleði sína.
Enn á himni okkar fagrar
óskastjörnur sífellt skína.

Allir draumar,
allar vonir eru hér – hjá þér.
Ennþá hafa óskir okkar
allar ræst á nýjan leik – um jólin

Fyrst ég er ennþá elskan þín.
Fyrst þú ert ennþá vina mín.
Við þurfum ekkert annað.
Enga betri gjöf við gætum eignast hér á jörð

Í ljúfri kyrrð við yl frá aringlæðum
við eigum þessa sælu jólanótt.
Og ekkert truflar fegurðina og friðinn,
þó fáein orð við hvíslum stillt og hljótt.
Ég elska þig.
Ég elska.

sóló

Við þurfum ekkert annað.
Enga betri gjöf
við gætum eignast hér á jörð.

[af plötunni Björgvin Halldórsson – Jólagestir Björgvins: bestu lögin 1987-2014]