Enn á ný við eigum jól

Enn á ný við eigum jól
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Enn á ný við eigum jól
og ennþá munum gjafir þeirra hljóta,
enn á ný með ástvinum
við unaðar og gleði megum njóta.
Vitum meðan líða vetrarkvöld, nöpur og köld,
og nóttin herðir tökin í hugum okkar,
að bráðum breytist þetta, senn birtir til
og jólin þau koma.

Ljósið lifnar þá,
sem lýsir nóttinni í
og ljómar svo blikandi bjart
að birtir í heimi.
Hvaðan er þetta ljós,
sem þokar nú deginum nær,
en myrkrið svo svipþungt og svart
sigrar og hrekur fjær?

Enn á ný við eigum jól
og ennþá megum gleði þeirra njóta,
finnum þeirra fögnuð okkur hjá
og þá
getur maður unað vetur við.
Finnum hve þau færast stöðugt nær
og loks.

Ljósið lifnar skært,
sem lýsir nóttinni í
og ljómar svo blikandi bjart
að birtir í heimi.
Hvaðan er þetta ljós,
sem þokar nú deginum nær,
en myrkrið svo svipþungt og svart
sigrar og hrekur fjær.
Ljós sem lýsir um heim.

[m.a. á plötunni Diddú – Jólastjarna]