Glæddu jólagleði í þínu hjarta

Glæddu jólagleði í þínu hjarta
(Lag / texti: erlent lag / Ómar Ragnarsson)

Framtíð okkar svo fallvölt er,
fortíð leið hjá sem blær.
Jólanóttin er nú og hér,
nóttin heilög og kær.

Glæddu jólagleði í þínu hjarta,
gleymdu sorg og þraut.
Vittu til að vandamálin hverfa‘ á braut – hverfa‘ á braut.
Glæddu jólagleði í þínu hjarta,
gjöf sem dýrmætust er
í kærleika að kunna að gefa‘ af sjálfum sér.

Hér og nú hjartkær vinafjöld
hjá oss eru í kvöld sem fyrr,
jólabarn við oss brosir rótt,
björt er jólanótt, hljóð og kyrr.

Upp frá þessu alltaf verðum saman,
einlæg ég og þú.
Örvæntu‘ ekki en eigðu von og sanna trú
sem að glæðir jólagleði‘ í þínu hjarta nú.

sóló

Jólagleði‘ í þínu hjarta,
örvæntu‘ ekki en eigðu trú,
eigðu trú.
Gleði‘ í þínu hjarta nú.

[m.a. á plötunni Stefán Hilmarsson – Ein handa þér]