Óskastjarnan
(Lag / texti: erlent lag / Friðrik Erlingsson)
Þegar stjörnur sindra af þrá
svörtum vetrarhimni undir,
þegar kviknar kertum á,
í hverju húsi vinafundir.
Þá er úti vindur næðir,
er ég hvíli’ í örmum þér,
þá er eins og aftur vakni
eitthvað viðkvæmt inni’ í mér.
Ég finn það hér; það er ljós í hjarta mínu,
það er bros í augum þér.
Þegar höfum við hvort annað,
þegar hendur okkar snerta.
Þegar vindur úti næðir,
er ég hvíli’ í örmum þér,
þá er eins og aftur vakni
eitthvað viðkvæmt inni’ mér.
Í nótt skulum alein vaka saman,
láta minningarnar streyma,
láta rætast það sem lengi
höfum leyft okkur að dreyma,
eins og var í fyrsta sinni.
Ennþá kemur þú með jólin mín,
eins og ævinlega.
Ennþá óskastjarnan okkar skín.
Ég er enn eins og áður fyrr
er fyrstu okkar áttum saman jólin.
sóló
Þegar kyrrðin fellur á,
kertin brenna jafnt og þétt,
þegar hendur okkar snerta,
þegar höfum við hvort annað.
Þá er ljós í hjarta mínu,
þá er bros í augum þér,
þá er eins og aftur vakni
eitthvað viðkvæmt inni’ í mér.
Í nótt skulum alein vaka saman,
láta minningarnar streyma,
láta rætast það sem lengi
höfum leyft okkur að dreyma,
eins og var í fyrsta sinni.
Ennþá kemur þú með jólin mín,
eins og ævinlega.
Ennþá óskastjarnan okkar skín.
Ég er enn eins og áður fyrr
er fyrstu okkar áttum saman jólin.
sóló
Þegar kyrrðin fellur yfir,
og þegar hendur okkar snerta,
þegar brosa augu þín;
aftur koma – jólin til mín.
[af plötunni Björgvin Halldórsson – Jólagestir Björgvins: vinsælustu lögin 1987-2014]