Jól alla daga

Jól alla daga
(Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson)

Þegar snjóa fer á fold
hverfa grasblettir og mold
og brosin breiðast yfir andlit barnanna.
Þau smíða hvíta kastala
og búa sér til snjókarla,
glöð og reif þau una sér í leik og bíða jólanna.

viðlag
Já ég vildi að alla daga væru jól.
Þá gætu allir dansað og sungið jólalag.
Já ég vildi að jólin kæmu strax í dag.
Látið klukkur hringja inn jólin.

Þegar ísinn leggur tjörn
skauta hraust og stálpuð börn,
renna rjóð í kinnum saman fram á kveld.
Þegar frostið bítur kinn
er svo gott að komast inn,
fá sér flóaða mjólk og hlýja sér við opinn arineld.

viðlag

Þegar snjóa fer á grund
kemur sveinki á þinn fund,
undan rauðri húfu glitra augun blá.
Þegar myrkvast okkar bær
tindra jólaljósin skær,
yfir höfðum okkar blikar stjarna ein svo hrein og tær.

viðlag

[m.a. á plötunni Jól alla daga – ýmsir]