Rokkað út jólin

Rokkað út jólin
(Lag / texti: erlent lag / Jónatan Garðarsson)

Kveikjum upp, kyndum vel,
kuldalegt er Fróni á.
Inni er afar notalegt
þó úti blási vindar hafi frá.
Verið nú velkomnir,
vinir látið sjá ykkur,
því hátíð þessa halda skal
með hamingjuna á útopnu.

Það verður rokkað út öll jólin.
Það verður rokk um byggð og ból.
Jólakötturinn er spól,
hann mjálmar bara rokk og ról.
Það verður rokkað út öll jólin.
Það verður rokk í hverjum hól.
Grýla finnur hvergi skjól,
jólasveinar syngja rokk og ról.

Friðarjól loga björt
leiftra skuggamyndirnar,
varpast þær á veggina
þegar vindur bærir varirnar.
Innanstokks andinn er
ákaflega glaðbeittur,
allir ætla að skemmta sér
því jólin eru yndisleg.

Það verður rokkað út öll jólin.
Það verður rokk um byggð og ból.
Karlmenn fá sér hvítt og kjól
og kyrja síðan rokk og ró.
Það verður rokkað út öll jólin.
Það verður rokk í hverjum hól.
Grýla finnur hvergi skjól,
jólasveinar syngja rokk og ró.

Það verður rokkað og ekki stoppað
fyrr en eftir þrettándann.
Það verður rokkað og ekki stoppað,
það verður gott stuð um þessi jól.

Englahár á hæstu grein
heillar lítinn jólasvein.
Stuttfætt hnáta horfir á
þegar hnokkinn tyllir sér á tá.
Hönd í hönd leiðast þau
hugfangin við jólatré.
Þau hlakka til jólanna,
Þá fá þau allar gjafirnar.

Það verður rokkað út öll jólin.
Það verður rokk um byggð og ból.
Krakkarnir fá hlaupahjól
en amma og afi ruggustól.
Það verður rokkað út öll jólin.
Það verður rokk í hverjum hól.
Grýla finnur hvergi skjól,
jólasveinar syngja rokk og ró.

[m.a. á plötunni Jól alla daga – ýmsir]