Jólaþankar

Jólaþankar
(Lag / texti: erlent lag / Iðunn Steinsdóttir)

Þeir hétu mér hvítum jólum
og heiðríkju allt um kring
en regndropar rótast niður
og rokið þeim blæs í hring.
Man ég jól þegar klukkur klingdu.
Kvöldið bjart yfir jörðu snjór.
Með blikandi stjörnu á bláum himni
og bráðum yrði ég stór.

Ég trúði á jólasveina
sem gáfu mér gjöf í skó.
Ég trúði á Jesúbarnið
og jólanna helgu ró.
Og þegar hátíð í garð var gengin,
þá gagntók mig innileg sæla yfir því
að allt var nú gott og hið illa var brott.
Aðeins helgi heiminum í.

Ég er ekki lítill lengur
og liðin mín bernskujól.
En dóttir mín hlær og hoppar
í hárauðum jólakjól.
Hún á jólin. Og klukkur klinga.
Kvöldið bjart, yfir jörðu snjór
og stjarnan blikar á bláum himni
og bráðum verður hún stór.

[af plötunni Jól alla daga – ýmsir]