Manstu það

Manstu það
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

Skín úr tímans djúpi ljós í lágum bæ.
Litlir fætur skrifa spor í hvítan snæ.
Snerting við lítinn lófa er lagðist myrkrið að.
Manstu vinur – manstu ekki það.

Stjörnuskin í norðurljósaloga
lék sitt töfraspil um himinboga.
Hljóð og sæl við biðum því að heilög stund fór að.
Manstu vina – Manstu ekki það.

Allur heimur beið
og einnig við.
Sú dýrðleg stund
færði dýpsta frið.
Orðið góða: jól
einhver heyrðist hvísla þar
og alls staðar
undir hljóm þess tekið var.

Síðan heyrðist kirkjuklukka hringja
kátt og lengi gleðiboðskap syngja.
Biðin á enda kljáð og aftur komin jól.
Myrkrið engin ógnun lengur.
Yfir heimi ljós frá nýrri sól.

Da da da da la la la la (raul)

Hljóð og sæl þá vorum því heilög stund fór að,
manstu vina – manstu ekki það.

Allur heimur beið
og einnig við.
Sú dýrðleg stund
færði dýpsta frið.
Orðið góða: jól
einhver heyrðist hvísla þar
og alls staðar
undir hljóm þess tekið var.

[af plötunni Björgvin Halldórsson og gestir – Allir fá þá eitthvað fallegt…]