Það eru að koma jól

Það eru að koma jól
(Lag / texti: Magnús Kjartansson / Halldór Gunnarsson)

Það eru að koma jól,
krakkar fara á ról,
á austurhimin árroða slær
af aðfangadagssól.

Svo lifnar landið við
með léttum vélarnið
er fólk á síðasta snúningi fer
um saltað malbikið.

Þá hægist aftur um
á öllum látunum,
búðum lokað, biðin langa
hefst hjá börnunum.

viðlag
Er jólin koma kætumst við,
köstum burt leiða semjum frið,
kærleikann eflum hlið við hlið
og hlustum á Guðspjallið.
Er jólin koma kætast má
hvarvetna‘ er ljósadýrð að sjá,
gefi þú okkur Guð að fá
gleðileg jól!

Gegnum hrímað gler
gægist jólarós,
hríslast niður tignarleg tré
tendruð jólaljós.

Þá rólega ég finn
rökkrið sigla inn,
skýjum ofar, skoðar máninn
skreyttan himininn.

viðlag

[af plötunni Elly Vilhjálms – Jólafrí]