Ein er hátíð

Ein er hátíð
(Lag / texti: höfundur ókunnur / Þorsteinn Eggertsson)

Ein er hátíð öðrum betri
(fa la lalla la, la lalla la);
albjört jól á miðjum vetri
(fa la lalla la, la lalla la).
Alls staðar er ást og friður
(fa lala la lala la la la).
Englar stíga‘ af himnum niður
(fa la lalla la, la lalla la).

Allir fara‘ í flíkur hreinar
(fa la lalla la, la lalla la);
álfar, tröll og jólasveinar
(fa la lalla la, la lalla la).
Strætin skartaljósum skærum
(fa la la lalla, la la la),
skín þá gleði‘ úr augum tærum
(fa la lalla la, la lalla la).

Ein er hátíð ólík öllum
(fa la lalla la, la lalla la);
aumust hreysi verða‘ að höllum
(fa la lalla la, la lalla la).
Þó að dimmt sé þá á daginn
(fa lala la lala la la la),
dansa‘ af kæti börn um bæinn
(fa la lalla la, la lalla la).

[Skreytum hús með grænum greinum er sungið við sama lag]
[af plötunni Gleðileg jól – ýmsir]