Hattur og Fattur

Hattur og Fattur
(Lag og texti Ólafur Haukur Símonarson)

Dara la lall la lalla la…

Út og suður, austur, vestur
upp og niður, það er aldrei friður
þegar Hattur og Fattur fara á kreik.

Annar er of stuttur en hinn er alltof stór,
annar er of feitur en hinn er alltof mjór,
annar kann að spila en hinn er voða frjór,
annar býr til lögin en báðir syngja í kór.

Út og suður, austur, vestur
upp og niður, það er aldrei friður
þegar Hattur og Fattur fara á kreik.

Dara la lall la lalla la…

Hattur drekkur kaffi en Fattur drekkur te.
Hattur elskar stelpu en Fattur elskar tré.
Hattur mælir regnbogann en Fattur skellir á lær.
Hattur trúir á vísindin en Fattur bara hlær.

Út og suður, austur, vestur
upp og niður, það er aldrei friður
þegar Hattur og Fattur fara á kreik.

Dara la lall la lalla la…

[af plötunni Olga Guðrún Árnadóttir – Eniga meniga]