Eniga meniga

Eniga meniga
(Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson)

Eniga meniga, allir röfla um peninga.
Súkkadí, búkkadí, kaupa meira fínerí.
Kaupæði, málæði, er þetta ekki brjálæði?

Eitthvað fyrir alla, konur og kalla
krakka með hár og kalla með skalla.
Eitthvað fyrir alla, káta krakkalakka,
það kostar ekki neitt þú krækir bara í takka,
eða fyndinn frakka eða feitan takka.

Eniga meniga, ég á enga peninga.
Súkkadí, búkkadí, en ég get sungið fyrir því.
Sönglandi, raulandi, með garnirnar gaulandi.

Eitthvað fyrir alla, konur og kalla
krakka með hár og kalla með skalla.
Eitthvað fyrir alla, káta krakkalakka,
það kostar ekki neitt þú krækir bara í takka,
eða fyndinn frakka eða feitan takka.

[af plötunni Olga Guðrún Árnadóttir – Eniga meniga]